Strengjakvartettinn Spúttnik var stofnaður árið 2018. Meðlimir í Spúttnik eru fiðluleikararnir Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir og Diljá Sigursveinsdóttir, víóluleikarinn Vigdís Másdóttir og sellóleikarinn Gréta Rún Snorradóttir. Kvartettinn hefur komið fram við ýmis tækifæri frá stofnun hans. Spúttnik hefur verið í nánu samstarfi við fiðlusmiðinn Jón Marinó Jónsson og leikið við hin ýmsu tækifæri á hljóðfæri hans, sum í eigu hljóðfæraleikaranna sjálfra eða fengin að láni.
Sigríður stundaði fiðlunám í tónlistarskólanum á Akureyri. Að því loknu stundaði hún framhaldsnám erlendis, fyrst í Kraká og svo í Barcelona. Því næst hélt hún til Þýskalands þar sem hún lærði bæði í Hannover og Mainz. Hún úttskrifaðist frá tónlistarháskólanum í Mainz árið 2000.
Eftir að hafa starfað um árabil í Þýskalandi við bæði fiðlukennslu og sem fiðluleikari í hinum ýmsu tónlistarhópum (m.a. Waiblinger Kammerorchester) flutti hún til Íslands árið 2017. Fljótlega eftir heimkomu kom hún að stofnun strengjasveitarinnar Íslenskir Strengir Sigríður er nú bæði fiðluleikari sveitarinnar og listrænn stjórnandi. Ásamt því að kenna á fiðlu við Tónlistarskóla Seltjarnarness og Tónmenntaskólann í Reykjavík leikur hún í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, leikur með Píanótríóinu Tró Vest og fer reglulega í tónleikaferðir til Þýskalands.
Diljá Sigursveinsdóttir stundaði fiðlunám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og síðar söngnám við Söngskólann í Reykjavík þaðan sem hún lauk burtfararprófi árið 1997. Diljá lagði stund á söngnám, fiðluleik og Suzukikennslufræði í Kaupmannahöfn og lauk bakkalargráðu frá Det Kongelige Danske Musikkonservatorium árið 2004.
Árið 2016 útskrifaðist Diljá með meistaragráðu frá Listaháskóla Íslands. Lokaverkefni Diljár var tónleikhús í samvinnu við Kammerhópinn ReykjavíkBarokk sem Diljá er meðlimur í. Verkefnið bar yfirskriftina Barokk í Breiðholtinu-Í gegnum rimlana og var sýning byggð á tónlist kventónskálda frá miðöldum til barokktímans sem lifðu og störfuðu innan veggja klaustra. Diljá starfar sem tónlistarkennari og Suzukifiðlukennari í Reykjavík. Síðustu þrjú ár hefur Diljá leitt tilraunaverkefni á vegum Tónskóla Sigursveins, Hólabrekkuskóla og Fellaskóla.
Vigdís Másdóttir lauk fiðlukennara- og burtfarararprófi á víólu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1993. Sama ár fór hún í framhaldsnám í víóluleik til Þýskalands, var fyrst í einkatímum hjá Hartmut Rhode í Berlín en lauk hljómsveitardiplómunámi frá tónlistarháskskólanum í Mainz árið 1998. Eftir að hafa starfað bæði sem hljóðfæraleikari og kennari í nokkur ár í Þýskalandi flutti hún til Íslands (árið 2003).
Frá árinu 2003 hefur Vigdís auk kennslu og Suzuki kennslu starfað bæði sem fiðlu-og víóluleikari í hinum ýmsu hópum og sveitum, m.a verið lausráðin víóluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, meðlimur í strengjasveitinni Spiccato og leikið sem fiðluleikari með Íslenskum Strengjum frá stofnun strengjasveitarinnar árið 2018.
Gréta Rún Snorradóttir stundaði tónlistarnám í Tónlistarskóla Kópavogs sem barn og síðar í Tónlistarskóla Reykjavíkur undir handleiðslu Gunnars Kvarans. Eftir það hélt hún utan í framhaldsnám, fyrst við Konservatoríið í Prag og síðan í Conservatori Superior de Música del Liceu í Barcelona. Einnig dvaldi hún um árabil í Suður Ameríku við nám og sellóleik.
Hún kennir nú við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónskóla Sigursveins, kennir bæði almennt sellónám og Suzuki selló. Auk þess að spila í strengjakvartett spilar hún með í hinum ýmsu verkefnum til dæmis með Íslenskum Strengjum, Strengjasveitinni Spiccato og Sinfóníuhljómsveit Austurlands.
Desember 2023
Gylfi Garðarsson: "þrjú minni"
l Kanon
ll Aría
lll Barbaro
7.maí 2023 í Tónskóla Sigursveins
Maddalena- Laura Lombardini Sirmen ( 1745-1818):Strengjakvartett í Es dúr
Allegretto
Felix Mendelssohn ( 1809-1847): Strengjakvartett Nr. 2 í a- moll op.13
Adagio-Allegro
Vivace
Alexander Borodin ( 1833- 1887): Strengjakvartett Nr. 2 í D- dúr
l Allegro
ll Scherzo: Allegro
lll Notturno: Andante
lV Finale: Andante- Vivace
14. ágúst 2022. Strengjakvartettinn Spúttnik og Jón Marinó Jónsson
Alexander Borodin ( 1833- 1887): Strengjakvartett Nr. 2 í D- dúr
l Allegro
ll Scherzo: Allegro
lll Notturno: Andante
lV Finale: Andante- Vivace
Jean Francaix ( 1912-1997): Strengjatríó
Allegretto Vivo
Scherzo
Andante
Rondó
Lowell Mason(1792-1872): Hærra minn guð til þín
29.júlí 2022 í Ólafsfjarðarkirkju
Joseph Haydn (1732-1809) :Strengjakvartett op. 54 í G-dúr
l Vivace assai
II Andante
III Menuetto
lV Vivace
30.apríl 2023 í Breiðholtskirkju
Maddalena- Laura Lombardini Sirmen ( 1745-1818):Strengjakvartett í Es dúr
Andante
Allegretto
Zóltan Kódaly ( 1882-1967): Intermezzo fyrir strengjatríó
Allegretto
Jean Francaix ( 1912-1997): Strengjatríó
Allegretto Vivo
Scherzo
Andante
Rondó
Alexander Borodin ( 1833- 1887): Strengjakvartett Nr. 2 í D- dúr
Allegro Moderato
Scherzo
18.júlí 2021 í Akureyrarkirkju
Maddalena- Laura Lombardini Sirmen ( 1745-1818): Strengjakvartett í Es dúr
Andante ma con un poco di molto
Allegretto
Ludwig van Beethoven (1770-1827): Serenaða í D-dúr fyrir Strengjatríó
Marcia-Allegro
Adagio
Allegretto alla Polacca
Franz Schubert (1797-1828): Tríó í B-dúr
Allegro
Zóltan Kódaly (1882-1967): Intermezzo fyrir Strengjatríó
Allegretto
Jean Francaix (1912-1997): Kafli úr Strengjatríói
Scherzo
7.mars 2021 á vegum tónleikaraðar Menningarfélags Akureyrar í Hofi
Franz Schubert: Dauðinn og stúlkan
1. Allegro
2. Andante Con Moto
Hærra minn Guð til þín
Jón Leifs: Requiem, op. 33b
Sofðu unga ástin mín í útsetningu Sigrúnar Harðardóttur
Hrafnhildur Atladóttir tók sæti Diljár á þessum tónleikum
27.júní 2020 á Litla-Hrauni og Hólmsheiði
Franz Schubert: Dauðinn og stúlkan
1. Allegro
Jóhann Jóhannson: Cambridge úr kvikmyndinni Theory of Everything
Bubbi Morthens: Fjöllin hafa vakað
Jón Marinó Jónsson: Horfin æska, ljóð eftir Álf Magnússon. (útsetning Tobias Helmer)
7.júní 2020
Joseph Haydn: strengjakvartett Op. 54 í G-dúr
1. nóvember 2019 (í Hljómahöllinni í Keflavík)
Arvo Pärt: Spiegel im Spiegel
Sarah Flower Adams: Hærra minn guð til þín Nearer, My God, to Thee
Jón Marinó Jónsson: Horfin æska
Joseph Haydn: strengjakvartett Op. 54 í G-dúr
Íslenskt þjóðlag: Sofðu unga ástin mín
8. september 2019 (í gamla skólanum í Höfnum)
Sarah Flower Adams: Hærra minn guð til þín Nearer, My God, to Thee
Joseph Haydn: Strengjakvartett Op. 54 í G-dúr
Jón Marinó Jónsson: Horfin æska
Íslenskt þjóðlag: Sofðu unga ástin mín
11. júní 2019 (í vinnustofu Sigtryggs Baldvinssonar)
Arvo Pärt: Spiegel im Spiegel
Joseph Haydn: Strengjakvartett Op. 54 í G-dúr
Arvo Pärt: Fratres
24.apríl 2019 (í bókasafni Mosfellsbæjar)
Joseph Haydn: Strengjakvartett Op. 54 í G-dúr
Tökum að okkur ýmis konar verkefni, ekki hika við að hafa samband.